Hlutabréf í kauphöllinni í Tokyo tóku við sér í dag eftir rúmlega 10% lækkun Nikkei 225 vísitölunnar í gær. Hækkun dagsins í dag nam nærri 6%.

Í gær og í fyrradag var mikill söluþungi á hlutabréf í kauphöllinni, en dagarnir voru þeir fyrstu þar sem markaðir voru opnir eftir jarðskjálftann. Gærdagurinn fer í sögubækurnar sem sá þriðji versti í kauphöll landsins. Samtals lækkaði Nikkei vísitalan um 16% þessa tvo daga.