Helstu hlutabréfavísitölur í Asíu lækkuðu í dag. Kínverska hlutabréfavísitalan CSI 300 lækkaði um 3,8% og er núna sú vísitala sem hefur lækkað hvað mest í Asíu það sem af er ári eða um 49%. Hún lækkaði   í kjölfar áhyggja um minni hagvöxt og hækkandi hráefnisverð muni þurrka burtu hagnað, að því er fram kemur í frétt Bloomberg.

Víetnamska vísitalan VN Index hækkaði um 1,4% í dag. Hún hefur engu að síður lækkað um 47,5% frá áramótum.

Hin japanska Nikkei 300 vísitalan lækkaði um 0,3% og Shanghai   Composite lækkaði um 2,7%, samkvæmt upplýsingum frá Dow Jones.