Hlutabréf í London hækkuðu í verði við opnun markaðar í morgun, eftir að fjárfestar höfðu komist yfir áfall í kjölfar hryðjuverkaárásanna í gær.

FTSE 100 vísitalan hækkaði um 34,1 stig eða 0,7%. Hækkun hlutabréfa í London fylgdi hækkun í New York.

Hlutabréf í olíufyrirtækjum hækkuðu samhliða hækkun á olíuverði sem ver í kringum 61,28 dollarar á tunnu. Shell hækkaði um 1,6% og BP um 1,3%.

Hlutabréf British Airways lækkuðu einna mest í gær vegna árásanna en hækkuðu aftur í morgun um 1,2% og var hluturinn kominn í 263.8 pens. Hlutabréf í öðrum samgöngufyrirtækjum hækkuðu einnig þar á meðal bréf í EasyJet, sem FL Group eiga hlut í. Hækkunin var 1,9% og var hluturinn á 259,3 pens.