Hlutabréf í Marel ruku upp og í viðskiptum í Kauphöllinni í dag. Ríflega fimm prósent hækkun var á bréfum fyrirtækisins samkvæmt síðustu viðskiptum. Velta með bréf í fyrirtækinu í Kauphöllinni í dag nemur rúmum 300 milljónum króna. Eftir því sem VB.is kemst næst varð sú hækkun á bréfunum eftir að Greiningadeild Arion banka skilaði greiningu á fyrirtækinu.

Nú rétt um klukkan tvö stöðvaði Kauphöllin svo tímabundið pörun með hlutabréf Marel. Rétt áður en sú tilkynning barst um það á vef Kauphallarinnar greindi DV frá því að Árni Oddur Þórðarson eigandi Eyris Invest, sem er aðaleigandi Marels, tæki hugsanlega við sem forstjóri félagsins.

VB.is hefur ekki náð tali af Árna Odd, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir.