Það sem af er degi þá hefur Úrvalsvísitalan hækkað um 0,54% og stendur því í 1.787,18 stigum.

Gengi hlutabréfa í N1 hefur hækkað um 5,14% þegar þetta er skrifað í 561 milljón króna viðskiptum.

Líklegt að þetta skýrist af tilkynningu sem félagið gaf frá sér í gær þar sem að kom fram að aukning var á seldum lítrum í bifreiðaeldsneyti, umfram áætlanir. Þar er einnig tekið fram að á þriðja ársfjórðungi þá er rekstrarhagnaður fyrirtækisins fyrir afskriftir í fyrirliggjandi drögum áætlaður rúmlega 1,4 milljarður.