Hlutabréf í Samsung hafa lækkað um 6,98% á mörkuðum í Suður Kóreu, heimalandi fyrirtækisins í dag.

Samsung þurfti að innkalla 2,5 milljón eintök af Galaxy Note 7 símanum sínum sem kom á markað nú í ágústmánuði í kjölfar þess að kviknaði í símanum við og í kjölfar hleðslu, og kemur lækkun hlutabréfanna væntanlega í kjölfar þess.

Rafhlaðan vandamálið

Vandamálið felst í rafhlöðunni, en þó allir viðskiptavinir sem hafa keypt símana muni fá þeim skipt út, þá er hlutfall þeirra tækja sem taldar eru í hættu á að eyðileggjast einungis 0,1% af því sem hefur verið framleitt.

Samsung er stærsti símaframleiðandi í heiminum, en sala á símanum var stöðvuð í 10 löndum í síðustu viku, það er í Bandaríkjunum, Kanada, Mexíkó, Puerto Rico, Ástralíu, Nýja Sjálandi, Singapore, Taiwan, Sameinuðu arabísku furstadæmunum og Kóreu sjálfri.

Á heimasíðu fyrirtækisins voru nokkur önnur lönd til viðbótar listuð yfir þau þar sem viðskiptavinir voru beðnir um að skila símunum inn og fá aðra í staðinn. Þar sem önnur tegund af rafhlöðum var notuð í símana í Kína hefur þetta ekki áhrif þar í landi.