Hlutabréf í Samsung hafa ekki lækkað jafn hratt í fjögur ár eftir að fyrirtækið var sektað í dómsmáli við Apple. Samsung á að hafa notað hönnun keppinautar síns Apple og fékk því sekt upp á einn milljarð Bandaríkjadala eða 120 milljarða króna. Þetta kemur frá á vef breska ríkisútvarpsins. Talsmenn Samsung segja að dómnum verði áfrýjað.

Hlutabréfin lækkuðu um 7% í Seoul sem er mesta lækkun síðan í Október 2008. Apple vill nú fá nokkrar tegundir af Samsung símum bannaða en það mál verður tekið fyrir 20.september.