Hlutabréf í Standard Chartered féllu um 7% í kauphöllinni í Hong Kong í morgun eftir að Fitch Ratings lækkaði lánshæfismat bankans. Fitch benti sérstaklega á lágan hagnað bankans og gæði eigna bankans við ákvörðun sína. Bloomberg greinir frá.

Standard Chartered hefur átt í erfileikum undanfarið en bankinn skilaði tapi á síðasta ársfjórðungi sem nam 139 milljónum Bandaríkjadala. Bankinn tilkynnti nýlega um miklar niðurskurða- og hagræðingaraðgerðir sem fela m.a. í sér að bankinn ætli að segja upp 15 þúsund starfsmönnum.