Hlutabréf í Evrópu og Bandaríkjunum sveiflast mikið þessa stundina  Hlutabréfaverð í Evrópu féll mikið í morgun en tók svo aftur við sér um miðjan morgun. Nú hafa þau aftur lækkað og er lækkunin mest í Þýskalandi þar sem DAX vísitalan hefur lækkað um 2,8% eftir að hafa farið lægst í 3,6%.

Lækkun banka og bílaframleiðanda veldur lækkun vísitölunnar helst. Commerzbank hefur lækkað 6.29%, Volkswagen um 5,25% og Daimler um 5,46%.

Breska FTSE hefur lækkað um 2,4% og hin franska CAC um 1,67%. Á Ítalíu hafði FTSE Italia hækkað um 0,5% en hefur nú lækkað um 1,3%. Á Spání hefur IBEX35 lækkað um 0,6%.

Hlutabréf hafa lækkað níunda viðskiptadaginn í röð á Wall Street.  Lækkun þriggja helstu vísitalnanna nemur um 0,7%.

Hlutabréf lækka.
Hlutabréf lækka.
© Aðrir ljósmyndarar (VB MYND)