Hlutabréf í japanska fyrirtækinu Toshiba hækkuðu um 5,9% á föstudaginn eftir að fyrirtækið tilkynnti að það er nálægt því að landa samningi um að byggja fjóra kjarnakljúfa í Bandaríkjunum, að andvirði 14 milljarða dollara samkvæmt frétt International Herald Tribune.

Framleiðendur kjarnakljúfa hafa nóg að gera um þessar mundir, en mikil uppbygging kjarnorkuvera er fyrirhuguð í Bandaríkjunum. NBC (Nuclear Regulatory Commission) segist búast við því að fá 33 umsóknir um byggingu kjarnakljúfa fyrir 2010.

Á þriðjudaginn sagði Reuters frá því að fyrirtækið Westinghouse, sem Toshiba keypti árið 2006, væri að ljúka samningaviðræðum um byggingu tveggja Westinghouse AP 1000 kjarnakljúfa í Suður-Karólínufylki.

Hver AP1000 kjarnakljúfur getur framleitt um 1.100 megawött af rafmagni.