Hlutabréf í Twitter hækkuðu um 73% á fyrstu mínútunum eftir að viðskipti með bréf í félaginu hófust í kauphöllinni í New York í dag.

Verð bréfa var 26 dalir í fyrstu viðskiptum en er nú 45 dalir. Þetta þýðir að verðmæti fyrirtækisins er nú 31 milljarður dala.

Viðskipti með bréf í Twitter hófust rúmum klukkutíma eftir að Kauphöllin opnaði. Viðbrögð markaðarins vekur kannski ekki síst eftirtekt vegna þess að Twitter hefur aldrei skilað hagnaði.

Þetta er stærsta skráning tæknifyrirtækis á markaði frá því að Facebook var skráð í fyrra.

BBC fjallar í tarlega um viðbrögð á markaðnum.