Verktakafyrirtæki leiddu hækkun hlutabréfa í Evrópu í dag. Franska verktakafyrirtækið Lafarge hækkaði um 13% í dag hefur hækkun þess ekki verið meiri á einum degi í 17 ár.

Hækkunin kom í kjölfar yfirlýsingar um að Lafarge ætlaði að kaupa steinsteypuframleiðslu Orascom í Miðausturlöndum. Kaupverð er 12,9 milljarðar Bandaríkjadalir. Lafarge er stærsti framleiðandi steinsteypu í heiminum.

FTSE 100 vísitalan í London hækkaði um 0,2% í dag, DAX í Þýskalandi um 0,65 og CAC í Frakklandi um 0,5%. IBEX á Spáni stóð nánast í stað en hækkaði þó um 0,1%.