Hluta­bréf í sænsku streymis­veitunni Viaplay hafa fallið um 60% það sem af er degi. Virði bréfanna hefur ekki verið lægra síðan fé­lagið fór á markað. Hluta­bréfin hafa fallið úr tæplega 225 sænskum krónum í 86 krónur fá opnun markaða. Bréf Viaplay stóði í um 217 sænskum krónum fyrir helgi.

Viaplay til­kynnti á dögunum að væntar á­skriftar­sölur fyrir árið 2023 væri 16 til 17,5% sem mun vera lækkun frá fyrri spám um 24-26%. Sam­kvæmt Viaplay er þetta vegna lægri kaup­máttar og hærri fram­færslu­kostnað heimila.

Anders Jen­sen sagði starfi sínu lausu sem for­stjóri fyrir­tækisins og hefur Jor­gen Madsen Lindemann tekið við.

Fyrir­tækið mun einnig grípa til sparnaðar­að­gerða en á­ætlað rekstrar­tap þess er á bilinu 250 -300 milljónir sænskra króna sem sam­svarar um 3,2 til 3,8 milljarðar ís­lenskra króna.

Viaplay er starf­rækt í 33 löndum en búast er við því að fyrir­tækið muni draga saman seglinn á ein­hverjum stöðum áður en annað árs­fjórðungs­upp­gjör fyrir­tækisins verður birt í júlí.