Volkswagen sendi frá sér tilkynningu í gær þar sem kom fram að hugbúnaður fyrirtækisins sem hannaður var til að sniðganga útblástursviðmið væri ekki einungis í díselvélum frá fyrirtækinu.

Hlutabréf í félaginu féllu um 10% eftir opnun markaða í morgun en hafa jafnað sig örlítið og hafa nú lækkað um 8,33%. Síðan upp komst um málið í miðjum september hafa hlutabréf í félaginu lækkað um 40%.

Fram kom í gær að hneykslið næði ekki einungis til Volkswagen Audi, Skoda og Seat, heldur einnig til Porsche . Einnig var tilkynnt að hugbúnaðurinn væri ekki einungis í díselvélum heldur einnig í minni bensínvélum frá fyrirtækinu. Áætlað er að fjöldi bifreiða sem innihaldi hugbúnaðinn hafi hækkað um 800.00 bifreiðar við þessa tilkynningu.

© vb.is (vb.is)