*

mánudagur, 6. desember 2021
Erlent 5. janúar 2016 11:02

Hlutabréf í Volkswagen lækka mikið

Hlutabréf í VW lækka eftir að bandarísk yfirvöld birta stefnu á hendur félaginu.

Ritstjórn

Hlutabréf í Volkswagen hafa lækkað mikið það sem af er degi, en þegar þetta er skrifað hafa hlutabréfin lækkað um sem nemur 5,46%.

Lækkunin kemur í kjölfar tilkynningar um að Bandarísk yfirvöld hafi gefið út stefnu á hendur fyrirtækinu vegna útblástursmálsins sem komst í hámæli í september sl. Talið er líklegt að Volkswagen verði gert að greiða háar sektir vegna málsins, en félagið hefur þegar tekið til hliðar háar fjárhæðir sem félagið ætlar að nýta til að greiða sektir vegna málsins.

Hlutabréf í félaginu hafa nú alls lækkað um 30% frá því að upp komst um málið í september sl.

Stikkorð: Volkswagen