*

þriðjudagur, 18. júní 2019
Erlent 20. febrúar 2018 14:43

Hlutabréf í Walmart hríðfalla í verði

Gengi bréfa í stórmarkaðskeðjunni lækkuðu um 8,36% í fyrstu viðskiptum eftir vonbrigði með vöxt netverslunar.

Ritstjórn
epa

Vöxtur netverslunar Walmart var undir væntingum á síðasta ári sem og kostnaður jókst meira en áætlað var. Hefur hlutabréfaverð í keðjunni lækkaði um 8,25% síðan viðskipti hófust í kauphöllinni í New York fyrir nokkrum mínútum síðan, eða klukkan 14:30 að íslenskum tíma.

Stórmarkaðskeðjan náði um 50% vexti í netverslun sinni á þriðja ársfjórðungi ársins 2017 en á fjórða ársfjórðungi fór vöxturinn niður í 23% sem markaðsaðilar telja ekki nóg til að ná upp forskoti Amazon.

Fyrirtækið hefur síðasta árið verið að kaupa upp nokkur netverslunarfyrirtæki eins og Jet.com, Bonobos og Modcloth, ásamt því að tryggja að viðskiptavinir geti auðveldlega sótt pantanir í verslanir fyrirtækisins.

Hafa breytingarnar kostað fyrirtækið milljarða Bandaríkjadala á síðustu árum, en Fortune tímaritið segir stjórnendur fyrirtækisins vera mjög meðvitaða um að þeir hefðu ekki efni á að hægja á vextinum núna þegar Amazon væri með sterkt forskot.

Þrátt fyrir að vöxtur hefði verið í jólaversluninni á fjórðungnum, eða um 2,6% í Bandaríkjunum í verslunum fyrirtækisins náði tekjur ekki væntingum um 1,37 dali á hvern hlut. Þess í stað námu tekjurnar 1,33 dölum á hlut. Hins vegar stefnir félagið að því að á þessu ári muni tekjurnar nema 4,75 til 5 dölum á hlut.

Stikkorð: hlutabréf netverslun Walmart
25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is