Hlutabréf Icelandair Group hafa hækkað um 1,76% í dag. Bréfin hafa hækkaðum rúm 2% eftir að kvisaðist út um lagasetningu á verkfall flugstjóra fyrir um hálftíma síðan.

Bréf Icelandair er nánast það sama og þegar verkfallið hófst, eða 17,3.

Aukin harka hljóp í deiluna þegar flugmenn félagsins sögðu að laun stjórnenda félagsins hefðu hækkað mikið frá árinu 2010. Forstjóri félagsins svaraði þeim staðhæfingum í bréfi til starfsmanna félagasamstæðunnar í gær.

Uppfært 15.21: Hlutabréf félagsins hafa nú hækkað um 2,65% og standa í 17,65 krónum á hlut.