*

miðvikudagur, 22. september 2021
Innlent 15. desember 2020 16:55

Hlutabréf Icelandair lækka mest

Úrvalsvísitalan hækkaði um tæplega 0,5% og nálgast nú 2.500 stig. Hlutabréf Brims hækkuðu mest eða um 2,26%.

Ritstjórn

Heildarvelta með hlutabréf nam 3,7 milljörðum króna í 362 viðskiptum. Hlutabréf Icelandair halda áfram að lækka eftir kröftugan hækkunarfasa á undanförnum vikum. Bréf félagsins lækkuðu mest í viðskiptum dagsins eða um 4,5% og standa í 1,7 krónum. Auk bréfa Icelandair lækkuðu hlutabréf TM eða um 1,5%.

Úrvalsvísitalan hækkaði um tæplega 0,5% og stendur í 2.496 stigum. Alls hækkuðu hlutabréf sextán félaga sem skráð eru á aðallista Kauphallar Íslands en mest hækkuðu bréf Brims eða um 2,26%. Næst mest hækkuðu bréf Reita eða um tæplega tvö prósent. Bréf sjö félaga hækkuðu um meira en eitt prósent.

Hlutabréf Icelandic Seafood héldu áfram að hækka eftir að hafa hækkað um ríflega ellefu prósent í gær. Í dag hækkuðu þau um 1,01% í tæplega 280 milljóna króna veltu og standa í 11,95 krónum. 

Heildarvelta á skuldabréfamarkaði nam 4,8 milljörðum króna í 42 viðskiptum. Ávöxtunarkrafa sjö skuldabréfaflokka lækkaði en krafa sex flokka hækkaði. Mest lækkaði krafa á óverðtryggð ríkisskuldabréf sem eru á gjalddaga árið 2028 eða um sex punkta. Bréfin bera nú 3,08% kröfu.

Stikkorð: skuldabréf Hlutabréf