Gengi hlutabréfa jafnaði sig í Kauphöllinni í dag eftir talsverða lækkun í gær. Gengi bréfa

Gengi bréfa Eimskips um 1,95 og gengi bréfa stoðtækjafyrirtækisins Össurar hækkaði um 1,4% í dag efti rúmlega 4% lækkun í gær. Þá hækkaði gengi bréfa Haga um 1,22% og Icelandair Group um 1,18%. Gengi hlutabréfa þriggja félaga hækkaði minna. Bréf Vodafone fóru upp um 0,78%, TM um 0,19% og Regins, sem tilkynnti um kaup á félagi í dag, fór upp um 0,08%.

Úrvalsvísitalan hækkaði um 0,63% og endaði hún í 1.143,79 stigum. Hún féll um 2,36% í gær. Heildarvelta með hlutabréf var jafnframt nokkuð meiri í dag en í gær, tæpar 960 milljónir króna samanborið við rúman hálfan milljarð í gær.