*

þriðjudagur, 19. nóvember 2019
Innlent 1. október 2019 16:45

Hlutabréf Kviku banka lækka um 2,6%

Kvika banki og risarnir tveir, Marel og Össur, lækkuðu í Kauphöll Íslands í dag.

Ritstjórn
Alls skiptu hlutabréf fyrir 2,1 milljarð króna um hendur í Kauphöll Íslands í dag.
Haraldur Guðjónsson

Nokkur viðskipti voru með hlutabréf í Kauphöll Íslands en samtals var veltan 2,1 milljarðar króna í 600 viðskiptum. Mest hækkuð bréf Haga eða um tæp 3% í tíu viðskiptum fyrir samtals 116 milljónir króna. Þá hækkuðu bréf í sjávarútvegsfyrirtækinu Brim annan daginn í röð Brim um 2,6% til viðbótar við 4% hækkun í gær en samtals voru 17 viðskipti með bréfin í dag fyrir 350 milljónir króna. Loks hækkuðu bréf Icelandair um 1,4% í 18 viðskiptum fyrir 27 milljónir króna. 

Úrvalsvísitalan lækkaði í lítillega í dag eða um 0,25% þrátt fyrir að fleiri félög hafi hækkað en lækkað sem skýrist af því að bréf risanna tveggja, Marel og Össur, lækkuðu í dag.  Össur  um 1,5% og Marel um rúm 1,1%. 

Mest lækkuðu hins vegar hlutabréf í Kviku banka eða um 2,6% í 13 viðskiptum fyrir 64 milljónir króna. Nafn Kviku banka hefur verið áberandi umfjöllun fjölmiðla vegna taps tveggja sjóða í rekstri Gamma, dótturfélags Kviku sem bankinn festi kaup á síðasta vetur. 

Stikkorð: Kauphöll Kvika banki