Hlutabréf beggja vegna Atlanshafsins hafa lækkað í dag og segir í frétt Bloomberg að áhyggjur af efnahagslegum veikleikum evrusvæðisins leiki þar hlutverk, en ekki síður sú staðreynd að bandaríski seðlabankinn virðist ætla að standa við fyrri yfirlýsingar um að hann muni hætta skuldabréfakaupum í mánuðinum.

S&P 500 vísitalan hafði lækkað um 0,7% um hádegi í Bandaríkjunum og Stoxx Europe 600 vísitalan hafði lækkaði um 0,8%. Ávöxtunarkrafa á ríkisskuldabréf lækkaði samhliða lækkunum á hlutabréfum. Krafan á 10 ára bandarísk skuldabréf lækkaði um 7 punkta í 2,42%.