OMX vísitalan hefur lækkað um 0,39% það sem af er degi. Er það í takt við gang mála á mörkuðum í Evrópu.

Reginn hefur hækkað um 2,84% í kjölfar góðs uppgjörs sem birt var í gær. Eimskip hefur hækkað  um 0,84%.

Nýherji hefur lækkað um 2,44%. Engin viðskipti hafa verið með Icelandair og Össur og Marel hefur lækkað um 0,26%.

Mikill óvissa í Kína hefur vakið ótta meðal fjárfesta. Fjárfestingabankinn Goldman Sachs mælir nú með kaupum á kínverskum hlutabréfum.