Hlutabréfamarkaðir í Japan lækkuðu um 3,5% á mánudag eftir hækkun japanska yensins í kjölfar óvissu á heimsmörkuðum.

Örugg höfn á óvissutímum

Japanska yenið er álitið traust og flykkjast fjárfestar til þess á óvissutímum, eins og nú með mögulegri útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu og lægri tölum um myndun nýrra starfa í Bandaríkjunum en búist var við.

Jafnframt lækkuðu markaðir í Kína, var hlutabréfamarkaðurinn í Hong Kong 2,5% lægri við lok viðskipta í dag og markaðurinn í Shanghai 3,2% lægri. Kemur þetta í kjölfar þess að það dró úr vexti í fjáfestingum innviða landsins, en vöxturinn fór nú í fyrsta sinn undir 10% og nam hann 9,6%.