Hlutabréfamarkaðir víða um heim hafa opnað rauðir í morgun í kjölfar mótmæla vegna harðra sóttvarnaaðgerða stjórnvalda þar í landi.

Hang Seng China Enterprises vísitalan í Hong Kong féll um 1,5% en hafði fallið um 4,5% þegar mest lét. Hlutabréfavísitalan CSI 300, sem nær yfir hlutabréf í Shanghai og Shenzhen lækkaði um 1,1%.

Íslenska Úrvalsvísitalan hefur fallið um meira en eitt prósent sem má að stórum hluta rekja til 2% lækkunar á gengi Marels. Evrópska Stoxx Europe 600 vísitalan hefur sömuleiðis fallið um 0,9% og breska FTSE 100 um ríflega 0,6%. Verð á framvirkum samningum á bandarísku vísitölunni S&P 500 féllu um hálft prósent.

Óeirðir brutust út í kjölfar þess að tíu manns létust í borginni Urumqi á fimmtudaginn. Stjórnvöld höfnuðu ásökunum um að Covid-takmarkanir hefðu hamlað björgunaraðgerðum og hindrað íbúum að flýja eldinn. Mótmæli héldu áfram í stærstu borgum Kína um helgina.

Fjárfestar sögðu í samtali við Financial Times að mótmælin skapi pólistíska óvissu í Kína en erfitt verður fyrir stjórnvöld að framfylgja Covid-stefnu sinni á sama tíma og smitum fer fjölgandi.