Ísland er fjarri því eyland hvað hlutabréfamarkaðinn snertir en helstu hlutabréfavísitölur hafa lækkað beggja vegna Atlantsála eftir að Kínverjar birtu hagtölur sínar í morgun. Hagvöxtur í Kína var 7,7% á fyrstu þremur mánuðum ársins, sem var nokkuð undir væntingum og bendir það til fremur snarprar kulnunar hagkerfisins.

Ef litið er til meginlands Evrópu þá lækkaði FTSE-vísitalan í Bretlandi um 0,64%, DAX-vísitalan í Frakklandi 0,42% og CAC 40-vísitalan í Þýskalandi um 0,42%. Hinum megin við Atlantshafið, þ.e. í Bandaríkjunum lækkaði Dow Jones-vísitalan um 1,04%, S&P-vísitalan um 1,36% og Nasdaq-vísitalan um 1,5%.

Til samanburðar lækkaði Úrvalsvísitalan í Kauphöllinni hér um 1,04%.

Hér má sjá þróunina á erlendum mörkuðum.