Helstu vísitölur hlutabréfaverðs á Norðurlöndunum lækkuðu hressilega í gær, að sögn greiningardeildar Glitnis.

OMX vísitalan í Svíþjóð lækkaði um 4,8% og OBX vísitalan í Noregi og lækkaði um 4,7%. Þá lækkaði KFX í Danmörku um 3,6%, HEX í Finnlandi um 3,7% og íslenska Úrvalsvísitalan lækkaði um 2,6%.

Undanfarnar vikur hafa vísitölurnar verið að lækka um sex til ellefu prósent, að sögn greiningardeildar.

Það er þó öllu bjarta yfir í það sem af er degi í dag og hafa lækkanirnar gengið að nokkru til baka. Hlutabréfaverð í Noregi hækkað um 3,1%, í Svíþjóð um 2,9% og í Finnlandi um 2,5% en aðeins lítillega í Danmörku og hér á landi.

"Töluverð leitni til lækkunar hefur einkennt alla helstu hlutabréfamarkaði heims og undanfarinn mánuð hafa hlutabréfaverðsvísitölur stærstu Evrópuríkjanna lækkað um og yfir 8% og í kringum 15% í Noregi, Svíþjóð og Finnlandi," segir greiningardeildin.

Hún getur þess að lækkunin í Bandaríkjunum hefur þó verið nokkru minni að Nasdaq undanskilinni sem hefur lækkað um rúmlega 7% undanfarinn mánuð.