Hlutabréf í Bandaríkjunum hafa lækkað síðan markaðir opnuðu í New York kl. 13:30 að íslenskum tíma. Nasdaq hefur lækkað um 0,3 og S&P 500 um 0,2%.

Dow Jones vísitalan hélst þó rétt fyrir ofan núllið við opnun en lækkaði þó fljótlega og stendur nú í stað.

Neikvætt uppgjör Wachovia bankans virðist að sögn Reuters fréttastofunnar, vega upp á móti óvæntri aukningu í smásölu .

Þó segir ónafngreindur viðmælandi Reuters að jákvæðnin að aukinni aukningu í smásölu muni duga skammt því hún komi til af hækkandi eldsneytis- og matarverði.