Úrvalsvísitalan hefur lækkað um 4,07% og stendur í 5.840,81 stigum kl. 11.27. Mest hafa bréf Kaupþings lækkað í verði, eða um 6,28%.

Þá hafa bréf í FL Group lækkaði í verði um 3,56%, Glitni um 2,86%, Landsbanka um 4,58% og Straumi-Burðarási 0,58%. Gengi bréfa í TM hefur lækkað um 2,35%.

Greiningaraðilar segja ástæðuna skuldabréfainnkallanir bandarískra fjárfesta, sem nýta sér ákvæði í skuldabréfasamningum viðskiptabankanna og neyða þá til að kaupa bréfin aftur.

Sérfræðingar segja fjárfestana innkalla bréfin vegna þess hve ákvöxtunarkrafan hefur víkkað í kjölfar neikvæðra greininga erlendra aðila á íslensku bönkunum og efnahagslífi.