Hlutabréf lækkuðu í Bandaríkjunum í dag í kjölfar neikvæðra talna um húsnæðismarkaðinn. Bankar lækkuðu undir lok dags eftir að yfirvöld settu af stað prófanir á getu þeirra til að standa af sér langvarandi og mikinn samdrátt, að því er segir í frétt Reuters.

Hlutabréfavísitölurnar Dow Jones, Nasdaq og S&P 500 lækkuðu allar um rúmlega 1% í dag eftir sveiflur innan dagsins og hækkun seinni part dags.