Hlutabréf lækkuðu í Bandaríkjunum í dag og klára þar með annars rauðan dag á hlutabréfamörkuðum út um allan heim en hlutabréf lækkuðu í dag í Asíu, á meginlandi Evrópu, á Norðurlöndunum og hér heima.

Nasdaq lækkaði um 1,4%, Dow Jones um 1,1% og S&P 500 vísitalan um 0,9%.

Endalaust flæði neikvæðra frétta virðast dynja á fjárfestum að sögn Bloomberg fréttaveitunnar. Þannig hefur framleiðslukostnaður aukist í sumar, húsnæðisverð lækkað, nýbyggingarverkefnum fækkað, verðbólguþrýstingur en enn töluverður og hver greiningardeildin á fætur annarri spáir miklum afskriftum banka og fjármálafyrirtækja á öðrum og þriðja ársfjórðungi.

Þá hækkaði olíuverð í dag um 1,3% og við lok markaða í New York kostaði tunnan af hráolíu 114,37 Bandaríkjadali.