Hraustleg lækkun varð á hlutabréfum í Bandaríkjunum í gær og lækkuðu helstu vísitölur um 1,3-1,9% yfir daginn. Tvær ástæður voru einkum nefndar fyrir þessum lækkunum. Annars vegar skörp hækkun olíuverðs en Brent hráolía er nú verðlögð á yfir 44 dollara tunnan og hefur hækkað talsvert í mánuðinum. Í Morgunkorni Íslandsbanka er bent á að Morgan Stanley bankinn hafi skilað slöku uppgjöri fyrir síðasta ársfjórðung sem talið er gefa vísbendingu um uppgjör samkeppnisaðila bankans.

Lægri afkoma bankans skýrist sérstaklega af minni þóknunartekjum.