Hlutabréfamarkaði í Evrópu lækkuðu í dag, nú fjórða daginn í röð en að sögn Reuters fréttastofunnar má rekja lækkanir dagsins til lækkandi olíuverðs auk þess sem bílaframleiðendur lækkuðu nokkuð í dag þar sem gert er ráð fyrir enn minni sölu bifreiða á þessu ári en því síðasta.

FTSE 300 vísitalan, sem mælir helstu vísitölu í Evrópu, lækkaði um 1,5% í dag.

Eins og fyrr segir hefur lækkandi olíuverð áhrif á fjölmörg orku- og eldsneytisfyrirtæki. Þannig lækkuðu félög á borð við BP, BG Group, Tullow Oil, Norsk Hydro og Total á bilinu 3% - 10% í dag.

Bílaframleiðendurnir BMW, Daimler, Porsche, Volkswagen, Renault og Fita lækkuðu á bilinu 1% - 8% í dag.

Í Lundúnum lækkaði FTSE 100 vísitalan um 0,5%, í Amsterdam lækkaði AEX vísitalan um 1,6% og í Frankfurt lækkaði DAX vísitalan um 1,3%.

Í París lækkaði CAC 40 vísitalan um 1,6% og í Sviss lækkaði SMI vísitalan um 1,9%.

Í Kaupmannahöfn lækkaði OMXC vísitalan um 0,3%, í Stokkhólmi lækkaði OMXS vísitalan um 2,2% og í Osló lækkaði OBX vísitalan um 3,8%.