Hlutabréf hafa lækkaði í Evrópu í morgun en að sögn Reuters fréttastofunnar má rekja lækkanir dagsins til lækkana á asískum mörkuðum í morgun og bandarískum mörkuðum í gær.

Nú þegar flestir markaðir hafa verið opnir í tæpa klukkustund í Evrópu hefur FTSEurofirst 300 lækkað um 1,5% eftir að hafa hækkað níu daga í röð.

Í Lundúnum hefur FTSE 100 vísitalan lækkað um 1,6%, í Amsterdam hefur AEX vísitalan lækkað um 1,5% og í Frankfurt hefur DAX vísitalan lækkað um 2%.

Í París hefur CAC 40 vísitalan lækkað um 2% og í Sviss hefur SMI vísitalan lækkað um 2,1%.

Í Kaupmannahöfn hefur OMXC vísitalan lækkað um 3,3%, í Stokkhólmi hefur OMXS vísitalan lækkað um 1,8% og í Osló hefur OBX vísitalan lækkað um 1,7%.