Hlutabréf í Evrópu lækkuðu almennt í dag. Þessu ollu áhyggjur af hagvexti og gagnsæi í fjármálageiranum eftir að upp komst um meint svik og tap innan Société Générale, að því er segir í WSJ.

Breski markaðurinn lækkaði um 1,4%, sá norski um 2,6%, sá danski um 1,4%, sá sænski um 1,3%, sá finnski um 1,7% og sá franski um 0,6%. Íslenski markaðurinn lækkaði um 0,7% eins og vb.is greindi frá fyrr í dag. Á þýska og hollenska markaðnum hækkuðu hlutabréf lítillega.