Hlutabréfamarkaðir í Evrópu lækkuðu talsvert í dag. Norræna vísitalan OMXN40 lækkaði um 2,8%, í Bretlandi nam lækkunin 1,2%, í Hollandi 2,4% en Þýskaland skar sig nokkuð úr og lækkunin þar nam aðeins 0,1%.

Evrópusambandið lækkaði hagspá sína og sagði að hækkandi olíuverð og órói á fjármálamörkuðum mundi draga úr hagvexti á næstu tveimur árum, að því er fram kemur hjá WSJ.