MSCI Asia Pacific vísitalan, utan Japans, hafði lækkað um 2,1% rétt fyrir lokun markaða í dag í Hong Kong. Suður-kóreska vísitalan Kospi lækkaði um 3,3% og indverska vísitalan Sensex lækkaði um 3,8%, en það var mesta lækkunin í Asíu í dag. Markaðir í Japan, Kína og Tævan eru lokaðir í dag.

Lækkunin er enn sem fyrr rakin til ótta um að hagvöxtur dragist saman í Bandaríkjunum og bitna á efnahagslífi heimsins, að því er segir í frétt Bloomberg.