Úrvalsvísitalan hefur nú, kl. 10:35 lækkað um 0,1% frá því að opnað var fyrir viðskipti í Kauphöllinni kl. 10 í morgun og stendur nú í 4.506 stigum.

Á myndinni hér til hliðar má sjá helstu hækkanir og lækkanir einstakra félaga. Athygli vekur að Icelandair Group hefur hækkað um 2,6% en von er á fjöldauppsögnum hjá félaginu á næstu dögum samkvæmt fréttum sem bárust í gærkvöldi.

Lítil velta er með hlutabréf eða rétt rúmlega 200 milljónir. Þar af eru tæplega 70 milljónir með bréf í Glitni og 50 milljónir með bréf í Landsbankanum.

Krónan hefur veikst um 0,7% það sem af er degi og stendur gengisvísitalan nú í 164,3 stigum samkvæmt Markaðsvakt Mentis.