Hlutabréf lækkuðu í Asíu í dag og voru það helst flutninga og framleiðslufyrirtæki sem leiddu lækkanir dagsins að sögn Bloomberg fréttaveitunnar.

Þannig lækkaði til að mynda Mitsui O.S.K. Lines, stærsta flutningafyrirtæki Japans um 7,3% og leiddi lækkanir annarra fyrirtækja í sama geira. Að sögn Bloomberg hafa fjárfestar áhyggjur af minni eftirspurn eftir flutningum á næstu misserum.

MSCI Kyrrahafs vísitalan lækkaði um 1% í dag og hefur nú lækkað um 3,7% það sem af er vikunni að sögn Bloomberg.

Í Japan lækkaði Nikkei vísitalan um 1%, í Hong Kong lækkaði Hang Seng vísitalan einni g um 1% en í Kína lækkaði CSI 300 vísitalan um 1,1%.

Í Singapúr lækkaði Straits vísitalan um 2,7% og í Ástralíu lækkaði S&P 200 vísitalan um 1,6%.