Hlutabréf lækkuðu í Asíu í dag. Fjármálafyrirtæki og hrávöruframleiðendur leiddu lækkunina í kjölfar minni hagnaðar banka og lækkandi verð á olíu og málmum, að því er fram kemur í frétt Bloomberg.

Vísitalan Hang Seng í Hong Kong hækkaði um 0,6%. DJ Pacific, vísitalan sem mælir hlutabréf í Asíu, lækkaði um 1,5%. Japanska vísitalan 300 lækkaði um 2,1%.  VN vísitalan í Víetnam lækkaði um 0,9%, samkvæmt upplýsingum frá Dow Jones fréttaveitunni,.