Hlutabréf lækkuðu í Evrópu í dag og voru það bankar og fjármálafyrirtæki sem leiddu lækkanir dagsins.

Þannig lækkaði svissneski bankinn UBS um 4,5% eftir að hafa kynnt uppgjör sitt í morgun. Þá tók bankinn einnig fram að til stæði að setja  upp um 5.500 manns.

FTSEurofirst 300 vísitalan lækkaði um 0,5%  í dag. Þá stóð FTSE 100 vísitalan í Lundúnum í stað eftir að sýnt rauðar tölur í mest allan dag.

Í Amsterdam lækkaði AEX vísitalan um 0,1%, í Frankfurt lækkaði DAX vísitalan um 0,5% og í París lækkaði CAC 40 vísitalan um 0,4%.

Þá lækkaði OMXC vísitalan í Kaupmannahöfn um 0,6% og í Osló lækkaði OBX vísitalan um 0,2%.