Hlutabréf lækkuðu í Evrópu í dag og voru það helst bankar og fjármálafyrirtæki sem leiddu lækkanir dagsin að sögn Reuters fréttastofunnar.

Þó skal taka tillit til þess að markaðir voru lokaðir í Lundúnum vegna frídags þar í landi sem hefur nokkur áhrif á markaði í Evrópu.

FTSEurofirst 300 vísitalan lækkaði um 0,6% og hefur lækkað um 22,5% það sem af er árinu að sögn Reuters.

Sem fyrr segir var lokað í Lundúnum en í Amsterdam lækkaði AEX vísitalan um 1,3% og í Frankfurt lækkaði DAX vísitalan um 0,7%.

Í París lækkaði CAC 40 vísitalan um 1% og í Sviss lækkaði SMI vísitalan um 0,4% eftir að hafa hækkað um rúmt prósent í morgun.

Í Kaupmannahöfn lækkaði OMXC vísitalan um 0,5%, í Osló lækkaði OBX vísitalan um 1,2% og í Stokkhólmi lækkaði OMXS vísitalan um 1,3%.