Hlutabréf lækkuðu á víðast hvar á meginlandi Evrópu í dag. Fasteigna- og byggingafélög leiddu lækkanirnar vegna áhyggja af fasteignamörkuðum í Evrópu og Bandaríkjunum, að því er fram kemur í WSJ. Lækkunin í Frakklandi og Þýskalandi nam 0,2% og 0,5% í Belgíu. Í Bretlandi var lítils háttar hækkun, 0,1%, og norræna OMXN40 vísitalan hækkaði um 0,3%. Í Noregi lækkuðu hlutabréf hins vegar um 0,4%, en kauphöllin í Osló stendur utan við OMX-samstarfið.