Hlutabréf þýska flugfélagsins Lufthansa, stærsta flugfélag í Evrópu miðað við veltu, lækkuðu um 13,86% í dag.

Flugfélagið tilkynnti í morgun að félagið myndi ekki ná rekstrarmarkmiðum sínum næstu tvö árin.

Félagið kennir mikilli samkeppni um frá öðrum flugfélögum, sem hafa lækkað verð á helstu leiðum þess innan Evrópu og til Bandaríkjanna.

Þriggja daga verkfall í apríl olli 60 milljóna evra tapi, um 9 milljarða króna.

Lufthansa gerir ráð fyrir að hagnaður ársins verði 1 milljarður evra í stað áætlunar um 1,3-1,5 milljarð evra.

Áætlun ársins 2015 hefur einnig verið lækkuð, úr 2,65 milljörðum evra í 2 milljarða.