Við lokun markaðar höfðu hlutabréf Marel hækkað umtalsvert um 4,41% í dag í 132 milljón króna viðskiptum.

Eins og VB.is greindi frá birti fé­lagið af­komu sína fyr­ir ann­an fjórðung árs­ins eftir lokun markaðar í gær. Þar kom fram að afkoma félagsins versnaði milli ára. Hagnaður Marel á öðrum ársfjórðungi 2014 nam 0,8 milljónum evra, samanborið við 5,2 milljónir evra á sama tímabili í fyrra. Tekjur félagsins námu 169,8 milljónum evra en það er um átta milljónum lægra en í fyrra.

Í tilkynningunni sagði Árni Oddur Þórðarson, forstjóri Marel, rekstrarniðurstöðuna ekki vera viðunandi.