*

miðvikudagur, 4. ágúst 2021
Innlent 23. október 2014 16:17

Hlutabréf Marels hækkuðu um 14,42% í Kauphöllinni

Hlutabréf hækkuðu mikið í viðskiptum dagsins í Kauphöllinni. Hlutabréf Össurar hækkuðu um 8,02%.

Ritstjórn
Árni Oddur Þórðarson, forstjóri Marels.
Birgir Ísl. Gunnarsson

Gengi hlutabréfa Marels tók stökk í Kauphöllinni í dag eftir að félagið kynnti árshlutauppgjör sitt í morgun. Hækkuðu bréfin þannig um 14,42% í 977 milljóna króna veltu. Var það langmesta hækkun dagsins.

Önnur félög áttu hins vegar líka fínan dag og hækkaði gengi allra bréfa nema í tveimur fyrirtækjum. Þannig hækkuðu hlutabréf Össurar mikið, eða um 8,02%, en þó í lítilli veltu sem nam 41 milljón króna.

TM hækkaði um 2,51%, VÍS um 2,51%, Eimskip um 2,17%, HB Grandi um 2,16%, Hagar um 2%, Icelandair um 1,96%, Vodafone um 1,87%, Sjóvá um 1,69% og N1 um 1,57%.

Gengi hlutabréfi Nýherja lækkaði um 1% og Regins um 0,34%.

Úrvalsvísitalan hækkaði um 4,5% og stendur nú í 1.211 stigum. Heildarvelta í viðskiptum dagsins nam 2.275 milljónum króna.

Stikkorð: Marel Úrvalsvísitalan