Í kauphöllinni það sem af er degi hefur gengi bréfa í N1 hækkað um 4,27% í 536 milljón króna viðskiptum.

Landsbankinn hf hefur bætt við sig hlutum en bankinn fór yfir 5% flöggunarmörk fjármálaeftirlitsins og eiga þeir nú 5,05% í fyrirtækinu. Áður átti fyrirtækið 4,51%. Jafnframt eiga Landsbréf, dótturfélag Landsbankans, í kringum 10% í fyrirtækinu.

Mikil viðskipti hafa verið með hlutabréf í í Marel, eða fyrir 665 milljónir króna en bréf þess hafa hækkað um 0,40% sem og í Símanum fyrir 601 milljón og hafa bréf þess hækkað um 1,30%.

Eins og svo oft áður hafa þó mestu viðskiptin verið með bréf Icelandair,eða sem nemur 1,6 milljörðum, nemur hækkunin 2,95%.

Viðmælendur Viðskiptablaðsins sem þekkja til markaðarins segja hann fyrst og fremst vera að rétta úr kútnum eftir að hafa verið í lægð.