Hlutabréf Bank of America, annars stærsta banka Bandaríkjanna, hafa ekki farið lægra í viðskiptum innan dags síðan í mars 2009.

Í dag fór gengið í 5,04 en reis aftur og stendur nú í 5,12. Samkvæmt vef Wall Street Journal búast verðbréfamiðlarar allt eins við því að gengið farið niður fyrir 5, en getur að sögn blaðsins valdið því að einhverjir fjárfestar neyðist til að selja.

Engar sérstakar fréttir hafa valdið lækkun dagsins, sem nemur um 2,5%.

Bank of America
Bank of America
© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)