Hlutabréfaverð streymiþjónustunnar Netflix hækkaði um 13% eftir að tilkynnt var að notendum fjölgaði um fimm milljónir, sem var mun meira en von var á, á fyrsta ársfjórðungi. Núna er heildarfjöldi notenda á veraldarvísu 62,3 milljónir. Hlutabréfaverð Netflix er núna 500 dollarar, eða sem nemur rúmum 68 þúsund íslenskum krónum.

Forsvarsmenn Netflix tilkynntu einnig að tekjur fyrirtækisins hækkuðu um 23% í samanburði við sama tímabili á síðasta ári. Heildar hagnaður fyrirtækisins jókst aðeins milli ára og var 23,7 milljónir dollarar, eða sem nemur 3,2 milljónum íslenskra króna.

Hlutabréfaverð Netflix hefur hækkað um nærri 40% síðan í byrjun árs. Hins vegar stendur fyrirtækið núna frammi fyrir meiri samkeppni frá fyrirtækjum, meðal annars Hulu og HBO, sem hafa hafið framleiðslu á sínum eigin þáttum til streymis á netinu til að keppa við þætti Netflix eins og House of Cards og Orange is the New Black.

Talið er að verð hlutabréfa fyrirtækisins gætu hækkað í allt að 900 dollara, eða 123 þúsund krónur, á árinu. Þegar fyrirtækið fór á markaðinn árið 2002 kostuðu hlutabréfin 9 dollara, eða tæpar 1200 íslenskar krónur.