Hlutabréf í tæknirisanum Nokia hafa hrunið eftir að félagið tilkynnti um náið samstarf við Microsoft á fimmtudag.

Síðan þá hafa hlutabréf félagsins lækkað um 21% í kauphöllinni í Helsingi.  Markaðsverð félagsins hefur því lækkað um 6,6 milljarða evra, rúmlega 1.000 milljarða króna.