Bandaríski hlutabréfamarkaðurinn endaði grænn þriðja daginn í röð og gengi dollarsins náði þriggja mánuði hámarki sínu eftir að landsframleiðsla á fyrsta fjórðungi var umfram væntingar. Ávöxtunarkrafa 10 ára ríkisskuldabréfa hefur jafnframt ekki verið jafnhá síðan í desember. Olíuverð féll um 3,3% og hefur ekki fallið jafnmikið á einum degi í þrjá mánuði, að því er Bloomberg segir frá.

S&P-500 bætti við sig hálfu prósenti, Dow Jones hækkaði um 0,4% og Nasdaq um 0,9%.

Olíufatið lækkaði hressilega í viðskiptum dagsins og kostar nú 126,75 dollara.